Dagskrá Ullarviku 2022

Listinn yfir kennarana er tilbúinn! Sjáðu fyrir ofan.

 

Þetta ár verða tveir dagar með opnum vinnustofum hjá Spunasystrum. Með kort í hönd er tilvalið að fara í bíltúr og kíkja á sveitabæina og vinnustofurnar þar sem Spunasystur vinna sína eigin ull; spinna, þæfa, lita, vefa, prjóna, sápugerð, súta og – ef veður leyfir – njóta fallegrar náttúru með útsýn yfir jökla og Heklu.

 

Námskeið: Sjá kynningu hjá kennurum til að sjá hvaða námskeið verða. Það verður prjón, útsaumur, jurta áprentun (botanical imprinting), spuni, litun, vefnaður og fleira. Ítarleg dagskrá yfir námskeið verður birt í júlí. Endilega skráðu þig á póstlistann og þú færð tölvupóst þegar námskeið verða birt.

 

Við hlökkum til að bjóða þig velkomin í ,,ullarheiminn okkar”!

Dagskráin er að koma saman:

 

Sunnudagur 2. október 2022:

Sauðfjárlitasýningin ,,Litur” í Árbæjarhjáleigu rétt hjá Hellu.

Mánudagur 3. október:

Opið í verslunum; Þingborg Ullarverslun, Uppspuni og Hespa.

Þriðjudagur 4. október:

Námskeið eftir hádegi.

Miðvikudagur 5. október:

Námskeið eftir hádegi.

Fimmtudagur 6. október:

Prjónakaffi í Þingborg og sýningin ,,Sýnishornið”

Námskeið bæði fyrir og eftir hádegi.

Föstudagur 7. október:

Prjónakaffi í Þingborg og sýningin ,,Sýnishornið”

Spunasystur; 9 opnar vinnustofur milli 12-18:00

Prjóna – og spuna samsæti í Hespu

Laugardagur 8. október:

Prjónakaffi í Þingborg og sýningin ,,Sýnishornið”

Uppspuni; opið hús í fjárhúsinu, rúningur og hægt að kaupa ullarreyfi

Spunasystur; 9 opnar vinnustofur milli 12-18:00

Sunnudagur 9. október:

Prjónakaffi í Þingborg og sýningin ,,Sýnishornið”

Námskeið fyrir hádegi

Handverksmarkaður yfir daginn og matarvagnar fyrir utan Þingborg