Algengar spurningar

Ullarvikan á Suðurlandi verður haldin næst þann 29. September til 5. Október 2024.

Nei, Ullarvikan á Suðurlandi er haldin annað hvert ár. Ullarvikan átti að vera haldin fyrst árið 2020 en Covid-19 breytti því og var henni því frestað til 2021. Svo var hún haldin aftur árið 2022 og verður aftur árið 2024 og annað hvert ár héðan í frá.

Dagskráin fyrir Ullarvikuna á Suðurlandi árið 2024 er ekki tilbúin ennþá, hún verður birt eins fljótt og hægt er.

Námskeið, litasýning á sauðfé, markaðsdagur með matarvögnum fyrir utan, prjónakaffi í Félagsheimilinu Þingborg, prjónakvöld með fríum fyrirlestri, opnar vinnustofur og fleira.

Það er ekki búið að opna fyrir skráningu á námskeiðin ennþá. Það verður opnað fyrir skráningar þann 8. juní 2024 kl 12 á hádegi, skráningar opna sólarhring fyrr fyrir þá sem eru skráðir á póstlistann.

Ullarverslunin Þingborg, Uppspuni – Smáspunaverksmiðja, Feldfé, Hespuhúsið og Spunasystur standa að baki skipulagi Ullarvikunnar.