Covid-19

Covid 19 á Ullarviku á Suðurlandi.

Við hvetjum alla til þess að fylgjast með aðgerðum stjórnvalda og leita sér upplýsinga um stöðu mála inná covid.is


Covid.is

 Á Ullarvikunni verður gætt vel að öllum smitvörnum. Félagsheimilið Þingborg er vel útbúið með handsótthreinsi á nokkrum stöðum, eins munum við hafa auka handsótthreinsir í hverju rými og hefur fólk aðgang að vatni og sápu. Á þeim stöðum sem námskeið verða annarsstaðar en í Þingborg (Gamla Þingborg, Hárlaugsstaðir, Lækjarbotnar, Skinnhúfa og Hespuhúsið) verður tryggður aðgangur að vatni, sápu og handsótthreinsi. Í öllum kennslurýmum verða allir snertifletir sótthreinsaðir á milli námskeiða og passað uppá að góð fjarlægð verði á milli nemenda. Þökk sé aðgerðum íslenskra stjórnvalda gegn covid19 getum við haldið Ullarvikuna en við erum meðvituð um að aðstæður geta breyst hratt og er möguleiki að fresta þurfi hátíðinni ef samkomutakmarkanir verða hertar. Við hlökkum til að sjá ykkur á Ullarvikunni í haust. Kveðja Ullarvikuteymið