Skilmálar

PANTANIR
Ullarvikan á Suðurlandi sendir staðfestingu í tölvupósti um leið og greiðsla hefur borist.

Staðfesting í tölvupósti um kaup á námskeið gildir sem miði.

VERÐ
Verð á námskeiðum er alltaf staðgreiðsluverð, nema annað sé tekið fram. Ullarvikan á Suðurlandi áskilur sér rétt til að breyta verði án fyrirvara. Öll verð eru í íslenskum krónum og eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Ullarvikan á Suðurlandi áskilur sér rétt til að hætta við viðskiptin hafi rangt verð fylgt á vefsíðunni.

GREIÐSLUMÁTI
Eingöngu er hægt að greiða með kreditkorti – Hægt er að greiða fyrir miða með kreditkorti í gegnum örugga greiðslugátt Teya sem hefur hlotið PCI DSS (Payment Card Industry Data Security Standard) öryggisvottun.

SKILARÉTTUR

Vinsamlegast farið vel yfir miðakaupin þegar þau eiga sér stað, er þetta rétt dagsetning, rétt svæði, rétt tímasetning o.s.frv. Það kemur fyrir að ekki er hægt að leiðrétta miðakaup eftirá.

Ef námskeið fellur niður, þá er eigendum miða boðnir sambærilegir miðar eða full endurgreiðsla.

Þegar þú hefur keypt námskeið í gegnum vefinn getur þú hætt við og fengið endurgreitt að fullu allt að 12 dögum fyrir námskeið. Allar endurgreiðslubeiðnir eftir þann tíma er hafnað.

Ekki er heimilt að áframselja miða á námskeið með fjárhagslegum hagnaði.

Ef dag- eða tímasetningu viðburðar er breytt, þá færast miðarnir sjálfkrafa á nýja dag/tímasetningu. Ef ný dag/tímasetning hentar ekki á kaupandi rétt á endurgreiðslu, en Ullarvikan á Suðurlandi getur í tilkynningu um breytingu sett ákveðin tímamörk sem viðskiptavinir hafa til að falla frá kaupunum.

UPPLÝSINGAR
Ullarverslunin Þingborg ehf.

Tölvupóstur:
gamlathingborg@gmail.com
ullarvikan@gmail.com
Sími – 482-1027

Kennitala: 541218-1810

Lögheimili:
Þingborg 1
803 Selfoss

Ullarvikan, félagasamtök
Kt: 600224-1230
Lögheimili:
Þinborg 1
803 Selfoss

Trúnaður (Öryggisskilmálar)
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Suðurlands.