Töfrar bláa litsins

kr.8000

Blátt er erfiður litur að ná úr náttúrunni, litur kóngafólksins og víkinganna. Enginn blár litur fæst úr íslenskri náttúru svo vitað sé. Við höfum í árhundruði stuðst við indígójurtina sem er frá Indlandi. Á námskeiðinu læra nemendur grunnatriði inndigólitunar. Farið verður yfir ferlið frá upphafi til enda og nemendur vinna 2 og 2 saman og lita blátt og æfa sig í yfirlitun til að töfra fram ýmis litbrigði. Námskeiðið er verklegt og við vinnum saman allan tímann að litun, spjöllum og skemmtum okkur.

4 in stock

SKU: 4062-1-TÖFRAR-BLÁA-LITSINS