Innblástur fyrir Ullarvikuhúfuna 2026 kemur úr Íslensku Sjónabókinni en þar er að finna safn munstra sem fundist hafa í íslensku handverki, aðallega vefnaði og útsaum. Munstrið sem er úr sjónabók frá sirka 1860 er óvenjulega nútímalegt og stílhreint og hentar einstaklega vel fyrir prjón. Húfan er prjónuð úr fínbandi sem heitir Dís og er framleitt hjá Spunaverksmiðjunni Uppspuna. Bandið er úr 100% íslenskri lambsull og er framleitt í mörgum náttúrulegum litaafbrigðum og einnig litað sem býður upp á mikla möguleika litasamspils og einstaklingsáhrifa á hönnun húfunnar. Á bandinu er fallegur perlusnúður sem gerir það skemmtilegt að prjóna úr og við þvott blómstrar það mikið sem gefur prjónlesinu einstaklega fallega áferð, fyllingu og mýkt.
Stærð
Höfuðstærð (ummál) 50 – 60 cm, fyrir meðalkvenhöfuð. Dýpt frá húfukolli að stroffi 20 – 24 cm. Hægt er að hafa áhrif á stærð húfunnar með því að skipta um prjónastærð og/eða fjölga/fækka umferðafjölda á milli munstureininga. Munstureining er 18 L og 53 umf.
Band
Dís frá Uppspuna (fínband) 100 % íslensk lambsull. Einnig má nota annað sambærilegt band. Húfan vegur 45 – 50 gr sem gerir 2 dokkur af Dís.
Prjónar og aukahlutir
Hringprjónar 40 cm í stærðum 2 1⁄2 og 3 mm. Sokkaprjónar í sömu stærðum. Prjónamerki, málband, skæri og nál.
Prjónfesta
32 L = 10 cm í tvíbandaprjóni á prjóna nr. 3 mm eftir þvott.
Stroff
Fitja upp með lit A 140 L á 40 cm hringprjóna nr. 2 1⁄2 mm.
Tengja í hring, SM (byrjun umf). Prj 2 sl, 2 br, endurt frá – út umf. Prj þar til stroff er 3 – 4 cm.
Hönnun og uppskrift Helga Thoroddsen – www.prjon.is

Skammstafanir
- br – brugðin lykkja
- L – lykkja (sl lykkja)
- Litur A – aðallitur
- Litur B – munsturlitur
- prj – prjóna
- óprj – óprjónuð lykkja.
- sl – sléttprjón
- sm – saman
- SM – setja merki
- sty – steypa óprjónuðu
lykkju/m yfir prjónaða
lykkju. - umf – umferð
- x – sinnum

Húfubolur
Umf 1 – útaukningarumf. Prj sl og fjölga L úr 140 í 162 eða um 22 L. Útaukning – prj 3 L, (auka út um1 L, prj 7 L) 4 x, (auka út um 1 L, prj 6 L) 13 x, (auka út um1 L, prj 7 L) 4 x, auka út um 1 L, prj 3 L Skipta í prjónastærð 3 mm. Prj eftir munsturteikningu þar til komið er að úrtökum. Litum raðað að vild. Hægt er að fjölga sléttum umf í munstrinu til að hafa áhrif á hversu djúpur
húfubolurinn verður. Einnig má stækka prjónastærð til að fá meiri vídd.
Kollur
Þegar búið er að prj munstrið að úrtökum (klára umf 41) þá er byrjað að taka úr fyrir kollinum eins og munsturteikningin sýnir. Í lokin þegar fáar L eru eftir eru prj 2 L sl sm þar til 9 eða 12 L eru eftir. Þessar L eru prj í u.þ.b. 4 – 5 cm langa totu. Í lokin eru síðustu L prj saman og bandið dregið í gegn.
Frágangur
Fela alla enda, brjóta totuna þannig að hún myndi lykkju og sauma við húfukollinn. Lykkjan getur þjónað því hlutverki að hengja upp húfuna á snaga eða á bakpokann í göngutúrnum. Handþvo í heitu vatni með góðri ullarsápu, (passa að hreyfa ekki í vatninu svo húfan þæfist ekki), skola og þurrka.

