Guðrún Hildur Rosenkjær kennir þetta námskeið á íslensku.
Byrjendanámskeið
Hvað þurfa nemendur að hafa með sér?: Útsaumsskæri og fingurbjörg.
Blómstursaumur og skattering, saumað í ullarefni með ullargarni, jurtalitað í Annríki. Aðferðir sem eiga sér langa hefð sem skreytiaðferð á íslenskum búningum.
Allt hráefni er innifalið, ullarefni, léreft, jurtalitað garn og útsaumsnál.