Kennarar eru Laura Senator aka Laura Spinner og Katrín Andrésdóttir (Slettuskjótt), kennt verður bæði á ensku og íslensku.
Laura Senator aka Laura Spinner and Katrín Andrésdóttir will teach this workshop in both english and icelandic.
Duftlitun: litaduft, sýra(edik), vatn og hiti. Lærðu að lita alls konar trefjar úr dýraríkinu, s.s. ullarlagða, band, ofið, prjónles – jafnvel heila peysu, í potti eða örbylgjuofninum þínum! Nemendur munu læra mismunandi tækni, heillitun, regnbogalitun og litblöndun.
Innifalið í gjaldinu fyrir námskeiðið er notkun litarefnis og band til að lita. Meira band veður á staðnum til sölu.