Kríluð bönd eru fléttuð í fingrum með allt að sex lykkjum. Engin áhöld eða tól. Sumum aðferðunum fylgja skemmtilegar sögur um prinsa og prinsessur til að auðvelda lærdóminn. Kríluð bönd eru til margra hluta nytsamleg í alls kyns skraut og skreytingar. Börn í fylgd með fullorðnum velkomin – eitt gjald.
Ekki er nauðsynlegt að taka með sér neitt á námskeiðið, en velkomið að nota eigið band ef óskað er. Bandið þarf þá að vera sterkt.
–
Sunnudaginn 9. október 2022 kl.10:00-13:00.
Staðsetning námskeiðs í Félagsheimilinu Þingborg.
Marianne Guckelsberger kennir þetta námskeið.
Hver miði gildir fyrir eitt foreldri og barn.