Guðrún Bjarnadóttir kennir námskeiðið.
Nemendur fá kennslubók með sýnishornum, kaffi og veitingar og velja sér eina hespu sem lituð er á námskeiðinu til að taka með heim.
Hvað þurfa nemendur að hafa með sér: Þægilega skó og vinnuföt. Svuntur og hanskar eru á staðnum.
Á námskeiðinu læra nemendur grunnatriði jurtalitunar. Farið verður yfir ferlið frá upphafi til enda, litfesting, suða jurta, litun, litbreyting, þurrkun og frágangur. Einnig verður fjallað um þær jurtir sem notaðar hafa verið við litun á Íslandi. Námskeiðið er verklegt og við vinnum saman allan tímann að litun, spjöllum og skemmtum okkur.