Laugardagur 10.október

Laugardagur 10. október 2020

Prjónaðar blekkingar og dulrituð skilaboð

Deborah Grey kennir þetta námskeið á ensku.

kl.09:00-12:00

Nýja Þingborg

12 students

Nauðsynlegt er að kunna grunnaðferðir (fitja upp, slétt og brugðið, fella af), litprjón (valkvætt) og að prjóna í hring (valkvætt)

2.5-2.75mm prjóna fyrir þá aðferð sem þér þykir þægilegust til að prjóna í hringi, s.s. annaðhvort sokkaprjóna eða hringprjón.

Nemendur þurfa að hafa 2 hnykla af Ístex einbandi eða öðru einbandi/sokkabandi, 1 hvítan hnykil og 1 hnykil í sterkum áberandi lit.


Lærðu tvær nýjar aðferðir til að koma dulúð og leyndardómum í verkin þín með földum skilaboðum.

Innifalið staðfestingargjald og efnisgjald í verði.

4.500kr

Við áskiljum okkur rétt til þess að hætta við námskeið ef þáttakendur eru ekki nógu margir eða af öðrum ófyrirsjáanlegum ástæðum og námskeiði verður þá endurgreitt að fullu.

Vattarsaumur

Marianne Guckelsberger kennir þetta námskeið bæði á íslensku og ensku.

kl.09:00-12:00

Gamla Þingborg

8 nemendur

Byrjendanámskeið

Nemendur þurfa ekkert að hafa með sér nema þá ullarband ef fólk vill nota eigið. 

Vattarsaumur er ein elsta aðferð í textílgerð. Þar sem vattarsaumur er tímafrekara en t.d. prjónn (en endingarbetri því ekkert getur raknað upp) hentar hann í smærri stykki eins og t.d. húfur, handstúkur, sokka og vettlinga. Til eru mörg spor allt frá mjög einföldum til flókinna. Kennt verða 2 til 3 spor og leiðbeint hvernig á að sauma húfu, vettlinga eða handstúkur. 

Innifalið staðfestingargjald og efnisgjald í verði.

8.000kr

Við áskiljum okkur rétt til þess að hætta við námskeið ef þáttakendur eru ekki nógu margir eða af öðrum ófyrirsjáanlegum ástæðum og námskeiði verður þá endurgreitt að fullu.


Lestu meira um kennarana hér


Smelltu hér til að sjá staðsetningu á námskeiðunum


Smelltu hér til að sjá föstudags dagskrána