Föstudagur 9.október

Föstudagur 9.október 2020

Dagsnámskeið

Örbylgju- og potta litun

Kennarar eru Katrín Andrésdóttir (Slettuskjótt) og Maja Siska (Icelandisfullofwool) Aðalkennari átti að vera Laura Spinner frá USA, því miður lítur út fyrir að hún komist ekki vegna Covid19.

kl.09:00-16:30

Skinnhúfa

Duftlitun: litaduft, sýra(edik), vatn og hiti. Lærðu að lita alls konar trefjar úr dýraríkinu, s.s. ullarlagða, band, ofið, prjónles – jafnvel heila peysu, í potti eða örbylgjuofninum þínum! Nemendur munu læra mismunandi tækni, heillitun, regnbogalitun og litblöndun.

15 nemendur

Garn og litir er innifalið og hægt verður að kaupa meira band á staðnum.

UPPSELT!

Við áskiljum okkur rétt til þess að hætta við námskeið ef þáttakendur eru ekki nógu margir eða af öðrum ófyrirsjáanlegum ástæðum og námskeiði verður þá endurgreitt að fullu.

Sútun á unglamba skinni hópur tvö

Lene Zachariassen kennir námskeiðið, bæði á íslensku og ensku.

kl.09:00-16:30

Hárlaugsstaðir

8 nemendur

Öll áhöld og skinn til að vinna með á mismunandi stigum, í lok námskeiðs fer hver og einn með eitt sútað skinn heim sem er alveg tilbúið, það er ekki sama skinnið og unnið var með frá byrjun, heldur skinn sem ég hef undirbúið og unnið er með í lokin, ég mun taka við vinnunna á hín skinnin, nema samið er um annað.

Nemandi lærir að súta unglambaskinn, skinn er þvegið og skafið og sett í pækill, sútuð skinn eru strekkt á plötu, og sútuð þurrkuð skinn eru pússuð og elt, hver og einn fer með sútað mjúkt og ljúft skinn heim.

Hvað þurfa nemendur að hafa með sér: Sulluföt, stigvél, gúmivettlingar, hamar

Innifalið staðfestingargjald og efnisgjald í verði.

17.000kr

Við áskiljum okkur rétt til þess að hætta við námskeið ef þáttakendur eru ekki nógu margir eða af öðrum ófyrirsjáanlegum ástæðum og námskeiði verður þá endurgreitt að fullu.

Íslensk peysa með nútímanálgun

Helga Thoroddsen kennir námskeiðið á ensku.

kl.09:00-16:30

Gamla Þingborg

Á þessu námskeiði verður unnið út frá hugmynd af íslenskri ullarpeysu frá sirka 1920. Hugmyndin hefur verið uppfærð til nútímans og þeirra prjónahefða sem vinsælar eru í dag og hafa verið að þróast á síðustu árum. Þátttakendur frá tækifæri til að setja sinn svip á peysuna m.a. með efnis- og litavali. Prjónað verður eftir tilbúinni uppskrift eftir Helgu.

10 nemendur

Efniskostnaður er innifalið í verði námskeiðsins. Kennari mun hafa samband við þátttakendur fyrir námskeiðið og fara yfir hugmyndir varðandi efnisval.

Hefðbundin prjóntækni, prjónað ofan frá og niður, marglitt munsturprjón, mislangar umferðir, útaukningar, litasamsetningar, snúruaffelling. Áhesla á faglegar prjónaaðferðir og frágang.

 

Mælt með að nemendur hafi með sér hefðbundin prjónaáhöld og fylgihluti, málband, skæri, nálar, prjónamál o.s.frv. Gott úrval af góðum prjónum í algengustu stærðum (3 – 6 mm) er nauðsynlegt.

Innifalið staðfestingargjald og efnisgjald í verði.

9.500kr

Við áskiljum okkur rétt til þess að hætta við námskeið ef þáttakendur eru ekki nógu margir eða af öðrum ófyrirsjáanlegum ástæðum og námskeiði verður þá endurgreitt að fullu.

Hálfsdags námskeið – fyrir hádegi

Fótavefnaður – búum til litla borða

Marled Mader kennir námskeiðið, bæði á íslensku og ensku. Halldóra Óskarsdóttir er aðstoðakennari.

kl.09:00-12:00

Nýja Þingborg

Nemendur læra að búa til litla borða á hefðbundinn hátt með mjög einföldum tækjum. Borðarnir voru notaðir sem belti, sokkabönd og fleira. 

Þessi tækni var almennt notuð á íslandi þar til á 20. öldinni.

8 nemendur

Byrjendanámskeið

Innifalið staðfestingargjald og efnisgjald í verði.

9.900kr

Við áskiljum okkur rétt til þess að hætta við námskeið ef þáttakendur eru ekki nógu margir eða af öðrum ófyrirsjáanlegum ástæðum og námskeiði verður þá endurgreitt að fullu.

Sólarlitun í krukku

Lorya Björk Jónsson kennir námskeiðið á bæði íslensku og ensku.

kl.10:30-11:30

Nýja Þingborg

12 nemendur

Innifalið ein hespa tilbúin til litunar

Fyrir byrjendur

Nemendur þurfa að    koma með sultukrukku


Kynning á sólar litun í krukku. Einföld leið til að plöntulita ull á gluggasillu. Hvert þátttakandi fær hespu af íslenskri ull sem er tilbúið til litunar og plöntur til litunar.

Innifalið staðfestingargjald og efnisgjald í verði.

5.000KR

Við áskiljum okkur rétt til þess að hætta við námskeið ef þáttakendur eru ekki nógu margir eða af öðrum ófyrirsjáanlegum ástæðum og námskeiði verður þá endurgreitt að fullu.

Uppbygging lopapeysu – lopaprjón og hönnun hópur tvö

Margrét og Anna Dóra Jónsdætur kenna námskeiðið á íslensku og ensku.

kl.09:00-12:00

Nýja Þingborg

15 nemendur

Innifalið efni í eina húfu og mynsturblað.

Nemendur þurfa að koma með 40cm langa hringprjóna 4mm og 5mm, sokkaprjónar nr 5 og gott að hafa með sér skriffæri.


Lærðu uppbyggingu lopapeysunnar, lopa prjón og prjónuð verður húfa úr
lopa og kennt verður grunnur að því að hanna sitt eigið mynstur.

Innifalið staðfestingargjald og efnisgjald í verði.

6.000KR

Við áskiljum okkur rétt til þess að hætta við námskeið ef þáttakendur eru ekki nógu margir eða af öðrum ófyrirsjáanlegum ástæðum og námskeiði verður þá endurgreitt að fullu.

Kynning á töfralykkju

Deborah Grey kennir þetta námskeið á ensku.

kl.09:00-12:00

Nýja Þingborg

12 nemendur

Nauðsynlegt að kunna að fitja upp, auka út og fella af.

Einn 3mm 100cm langa hring prjóna sem eru með mjög sveigjanlegan streng á milli.  Tvo 3mm sokkaprjóna (val). 

Smá fingering weight (u.þ.b. 20gr) garn eða sokkaband.

Lærðu aðferðina við töfralykkjuna til að prjóna í hring t.d. tvo sokka eða tvær ermar á löngum hringprjón. Frábært fyrir sokka, húfur, vettlinga eða ermar. 

Mælt með sem undirbúningur fyrir “Tveir sokkar á sama tíma“ námskeiðið.

Innifalið staðfestingargjald og efnisgjald í verði.

4.500kr

Við áskiljum okkur rétt til þess að hætta við námskeið ef þáttakendur eru ekki nógu margir eða af öðrum ófyrirsjáanlegum ástæðum og námskeiði verður þá endurgreitt að fullu.

Kríl

Marianne Guckelsberger kennir þetta námskeið

kl.09:00-12:00

Nýja Þingborg

10 nemendur

Byrjendanámskeið

Hvað þurfa nemendur að hafa með sér?: Allskonar garnafganga. Garnið þarf að vera slitsterkt, má vera tvinnað eða einfalt.

Kríluð bönd eru til margra hluta nytsamleg s.s. styttubönd, sokkabönd, til skreytingar, í hárið, skóreimar og fl. Engin áhöld, bara fingur! 
Við krílum einlit eða marglit bönd með 3 og upp í 8 lykkjum, böndin eru max um 1m löng.

Innifalið staðfestingargjald og efnisgjald í verði.

4.500kr

Við áskiljum okkur rétt til þess að hætta við námskeið ef þáttakendur eru ekki nógu margir eða af öðrum ófyrirsjáanlegum ástæðum og námskeiði verður þá endurgreitt að fullu.

Þæfing hópur eitt

Elísabet Jóhannsdóttir kennir þetta námskeið.

kl.09:00-12:00

Nýja Þingborg

6 nemendur

Byrjendanámskeið

Hvað þurfa nemendur að hafa með sér: Gott að hafa með sér plast svuntu og góða skó

Nemendur læra grunnaðferð við að þæfa úr ull.  Kennt verður að þæfa bolta og epli auk einfaldra nytjahluta s.s. töskur eða mottur. 

Innifalið staðfestingargjald og efnisgjald í verði.

6.000kr

Við áskiljum okkur rétt til þess að hætta við námskeið ef þáttakendur eru ekki nógu margir eða af öðrum ófyrirsjáanlegum ástæðum og námskeiði verður þá endurgreitt að fullu.

Ein íslensk kind 1 – tvær tegundir af ull – þrjár ólíkar gerðir af garni fyrir sokka

Tove Skolseg kennir þetta námskeið á ensku.

kl.09:00-12:00

Lækjarbotnar

10 nemendur

Nauðsynlegt að kunna grunnaðferðir við spuna

Hvað þurfa nemendur að hafa með sér?:

Góðan rokk til spuna , four bobbins, lazy kate og niddy noddy handcarders

A  flicker/ flick carder if you have! Some flickers will be for sale at reasonable price.

Við notum tog og þel á mismunandi hátt til að spinna þrjá mismunandi grófleika fyrir sokka.

Við munum búa til prufur af garni fyrir mjúka og hlýja sokka, létta og mjúka sokka fyrir köld kvöld og sterka sokka fyrir hversdagsnotkun. 

Lærðu að spinna fullkomið garn fyrir ýmsa notkun! Tove kennir tvö námskeið sama daginn. Hún hefur áratuga reynslu í spuna og vefnaði.

Innifalið staðfestingargjald og efnisgjald í verði.

6.500kr

Við áskiljum okkur rétt til þess að hætta við námskeið ef þáttakendur eru ekki nógu margir eða af öðrum ófyrirsjáanlegum ástæðum og námskeiði verður þá endurgreitt að fullu.

Hálfsdags námskeið – eftir hádegi

Landnámsspuni

Marianne Guckelsberg kennir þetta námskeið á bæði íslensku og ensku.

kl.13:30-16:30

Nýja Þingborg

 Lærðu að spinna garn af rokki eins og landnámskonur gerðu þar til halasnældur komu í tísku á 14./15. öld.

8 nemendur

Byrjendanámskeið

Nemendur þurfa að hafa með sér;

-Beinvaxna grein. Fjarlægja börkinn og kvisti. 120 sm löng. Skera rauf hringinn í kring ca 1-2 sm frá efra enda. Eða velja grein með smá knúbb, þykkildi eða greinakvist efst.

– Eða t.d. kústskaft. Skera rauf hringinn í kring ca 1-2 sm frá efra enda.

– 1m langt band, 1-2 cm breitt, til dæmis ræmu úr bómullar- eða hörefni.

– Blað og blýant

Innifalið staðfestingargjald og efnisgjald í verði.

10.000kr

Við áskiljum okkur rétt til þess að hætta við námskeið ef þáttakendur eru ekki nógu margir eða af öðrum ófyrirsjáanlegum ástæðum og námskeiði verður þá endurgreitt að fullu.

Ullarútsaumur

Guðrún Hildur Rosenkjær kennir þetta námskeið á íslensku.

kl.13:00-17:00

Nýja Þingborg

12 nemendur

Byrjendanámskeið

Hvað þurfa nemendur að hafa með sér?: Útsaumsskæri og fingurbjörg.

Blómstursaumur og skattering, saumað í ullarefni með ullargarni, jurtalitað í Annríki. Aðferðir sem eiga sér langa hefð sem skreytiaðferð á íslenskum búningum.

Innifalið staðfestingargjald og efnisgjald í verði.

9.500kr

Við áskiljum okkur rétt til þess að hætta við námskeið ef þáttakendur eru ekki nógu margir eða af öðrum ófyrirsjáanlegum ástæðum og námskeiði verður þá endurgreitt að fullu.

Tveir sokkar á sama tíma

Deborah Grey kennir námskeiðið á ensku.

kl.13:30-16:30

Nýja Þingborg

12 nemendur

Nauðsynlegt að kunna að fitja upp, fella af, prjóna slétt og brugðið, prjóna í hring.

Hvað þurfa nemendur að hafa með sér?: 100g af sokkabandi í tveimur jafnstórum hespum. Einn 100cm langan hringprjón með mjög  sveigjanlegum streng á milli í viðeigandi stærð fyrir garnið. (2.5-3mm). Tvo sokkaprjóna í sömu stærð og hringprjónninn.

Aldrei aftur vesen með seinni sokkinn! Prjónaðu báða sokkana á sama tíma á löngum hringprjón. Prjónaðu þá frá tánni og upp.

Mælt með að fara á námskeiðið ,,Kynning á töfralykkju“ hjá Deobrah Grey sem undirbúning fyrir þetta námskeið ef þú kannt ekki að nota töfralykkju aðferðina.

 

Innifalið staðfestingargjald og efnisgjald í verði.

4.500kr

Við áskiljum okkur rétt til þess að hætta við námskeið ef þáttakendur eru ekki nógu margir eða af öðrum ófyrirsjáanlegum ástæðum og námskeiði verður þá endurgreitt að fullu.

Þæfing hópur tvö

Elísabet Jóhannsdóttir kennir þetta námskeið.

kl.13:30-16:30

Nýja Þingborg

6 nemendur

Byrjendanámskeið

Hvað þurfa nemendur að hafa með sér: Gott að hafa með sér plast svuntu og góða skó

Nemendur læra grunnaðferð við að þæfa úr ull.  Kennt verður að þæfa bolta og epli auk einfaldra nytjahluta s.s. töskur eða mottur. 

Innifalið staðfestingargjald og efnisgjald í verði.

6.000kr

Við áskiljum okkur rétt til þess að hætta við námskeið ef þáttakendur eru ekki nógu margir eða af öðrum ófyrirsjáanlegum ástæðum og námskeiði verður þá endurgreitt að fullu.

Jurtalitun grunnnámskeið

Guðrún Bjarnadóttir kennir námskeiðið á ensku.

kl.13:30-16:30

Hespuhúsið

12 nemendur

 Nemendur fá kennslubók með sýnishornum, kaffi og veitingar og velja sér eina hespu sem lituð er á námskeiðinu til að taka með heim. 

Hvað þurfa nemendur að hafa með sér: Þægilega skó og vinnuföt.  Svuntur og hanskar eru á staðnum.

Á námskeiðinu læra nemendur grunnatriði jurtalitunar. Farið verður yfir ferlið frá upphafi til enda, litfesting, suða jurta, litun, litbreyting, þurrkun og frágangur. Einnig verður fjallað um þær jurtir sem notaðar hafa verið við litun á Íslandi. Námskeiðið er verklegt og við vinnum saman allan tímann að litun, spjöllum og skemmtum okkur.

Innifalið staðfestingargjald og efnisgjald í verði.

9.900kr

Við áskiljum okkur rétt til þess að hætta við námskeið ef þáttakendur eru ekki nógu margir eða af öðrum ófyrirsjáanlegum ástæðum og námskeiði verður þá endurgreitt að fullu.

Ein íslensk kind 2 – tog og þel getur verið nýtt í mismunandi garn

Tove Skolseg kennir þetta námskeið á ensku.

kl.13:30-16:30

Lækjarbotnar

10 nemendur

Nauðsynlegt að kunna grunnaðferðir við spuna

Hvað þurfa nemendur að hafa með sér?:

Góðan rokk til spuna , four bobbins, lazy kate og niddy noddy handcarders

A  flicker/ flick carder if you have! Some flickers will be for sale at reasonable price.

Við munum spinna prufur af garni sem er hentugt til að prjóna hversdagspeysur eða uppistöðu garn fyrir ofið jakkaefni.
Við munum taka burt hluta af toginu til að spinna mýkra garn úr þeli sem hentar fyrir fínni peysur eða mjúkt ívafið garn fyrir vefnað.
Við bætum við meira af togi til að spinna prufur fyrir utanyfir flíkur eða þykkara garn í vefnað. 

Hannaðu garn fyrir þá notkun sem þú vilt lærðu tækni til að verða betri og fjölhæfari í spuna! 
Námskeiðin hennar Tove virka eins og eins dags námskeið!

Innifalið staðfestingargjald og efnisgjald í verði.

6.500kr

Við áskiljum okkur rétt til þess að hætta við námskeið ef þáttakendur eru ekki nógu margir eða af öðrum ófyrirsjáanlegum ástæðum og námskeiði verður þá endurgreitt að fullu.


Smelltu hér til að sjá fimmtudags dagskrána


Lestu meira um kennarana hér


Smelltu hér til að sjá staðsetningu á námskeiðunum


Smelltu hér til að sjá laugardags dagskrána