What is the wool week?

Ullarvika á Suðurlandi 2021 – South Iceland Woolweek – verður haldin 3.-9. október 2021. Miðstöð ullarvikunnar verður í Félagsheimilinu Þingborg í Flóa og megindagskráin fer þar fram. Boðið verður upp á námskeið í handverki og fengnir til þess kennarar frá m.a.  Íslandi, Skotlandi, Noregi og Bandaríkjunum.

Á fimmtudegi, föstudegi og laugardegi ullarvikunnar verður opin kaffistofa í Þingborg, þar sem gestum gefst kostur á að setjast niður, fá sér kaffi og stunda sitt handverk. Það verða fyrirlestrar og opin hús á ýmsum stöðum þar sem boðið verður upp á ókeypis leiðbeiningar í prjóni, hekli og öðru sem viðkemur vinnu úr ull.

Iceland has a longstanding history and tradition of sheep farming and wool processing. In the past sheep farming was the basis of survival in rural Iceland, and in recent years wool processing has experienced a renewed interest. Today Iceland boasts a lively community of hand knitters, spinners, and dyers. Come and join us for Wool Week!

Þá verður hægt að fylgjast með rúningi á vegum Uppspuna smáspunaverksmiðju í Lækjartúni, ullarmat og áframhaldandi vinnslu ullarinnar í band. Gestum gefst einnig kostur á að kaupa sér reyfi og annaðhvort fá unnið band að eigin vali  eða vinna það sjálfir.

Boðið verður upp á námskeið af ýmsu tagi, m.a. í prjóni, hekli, spuna, litasamsetningum í prjóni, jurtalitun, þæfingu, gerð uppskrifta og fleira.