Íslenska Ullarvikan verður haldin næst 27. september til 3. október 2026!
Icelandic Wool Week will take place 27th of September to 3rd of October 2026!
Ullarvikan á Suðurlandi er haldin annað hvert ár og verður næst 27. september til 3. október 2026.
Þar er íslensku sauðkindinni gert hátt undir höfði, ullinni og handverki. Hátíðin er að stærstum hluta skipulögð og haldin af sjálfboðaliðum sem búa á svæðinu og vinna við íslensku ullina á einn eða annan hátt.
Ullarvikan 2026 mun fara fram með svipuðum hætti og áður (sjá eldri dagskrá hér) þar sem opnir viðburðir eiga sér fastan sess, á borð við rúningu, prjónakaffi, sýningar, fyrirlestra og markað. Þá munu vera haldin námskeið í prjóni, prjónahönnun, spuna, vefnaði, felti, handlitun, jurtalitun svo fátt eitt sé nefnt.
Hátíðin er haldin víða um Suðurlandið; frá Selfossi, austur í Rangárþing og mun eiga sér stað á vinnustofum handverks- og listafólks, garnverslunum, sauðfjárbúum og félagsheimili.
Við hvetjum ykkur til að skrá ykkur á póstlistann okkar til að tryggja að þið fáið nýjustu fréttir um viðburði, skráningar á námskeið o.fl.
Prjónauppskrift íslensku Ullarvikunnar 2026 er komin út og er hægt að nálgast hana ókeypis undir „prjónauppskriftir“ hér að ofan.
Icelandic Wool Week takes place every other year, with the next event scheduled from the 27th of September to the 3rd of October 2026.
It is a celebration of Icelandic sheep, wool and handcrafts, largely organised by local volunteers and offers a truly authentic Icelandic experience!
Sign up to our newsletter and you will be notified as the information becomes available!
Wool Week 2026 will have a similar programme as in 2024 (see here) with open events such as sheep shearing, knitting cafés, exhibitions, talks and lectures. A variety of classes and workshops will include all things wool, including knitting, design, spinning, weaving, felting, dyeing wool and more.
Our off-venue event takes place in the South of Iceland: from the town Selfoss and to the rural areas east around Hella.
Highlights range from a sheep show on a farm to a celebratory dinner at a local hotel. Venues include community centres, wool shops, farms, and crafter´s studios.
Some events will be held in Icelandic, but many will be in English or bilingual.
Independent transportation is needed or you could join the expertly guided tour by our local guide Petra: www.klettholt.is
Our free hat pattern for 2026 can be found under „knitting patterns“ above. Knit yours in time for our appearance at Munich Knits Festival in Germany where we will do a meet and greet on Saturday, 29th of November between 13.00 – 14.00. See you soon!






