Blómstursaumur og skattering, saumað í ullarefni með ullargarni (vonandi frá Uppspuna), jurtalitað í Annríki. Aðferðir sem eiga sér langa hefð sem skreytiaðferð á íslenskum búningum.
Nemendur þurfa að hafa með sér fingurbjörg og útsaumsskæri.
Innifalið í námskeiðsgjaldi er allt hráefni; ullarefni, léreft, jurtalitað garn og útsaumsnál.
–
Fimmtudaginn 6. október frá kl 14:00-18:00
Staðsetning námskeiðs í félagsheimilinu Þingborg
Guðrún Hildur Rosenkjær kennir þetta námskeið