Miðvikudagur 7. október

Miðvikudagur 7.október 2020

Armband úr hrosshárum

Lene Zachariassen kennir námskeiðið, bæði á íslensku og ensku.

kl.14:00-19:00

Gamla Þingborg

Kennt verður að flétta eina tegund eftir vild úr hrosshárum, reipiflétta eða 12 flétta.Kennt verður að undirbúa fléttu og gánga frá endum og festa á  segull lás á. Allir fara heim með 1 full unnið armband.

8 nemendur

 Þveginn og flokkuð hrosshár í mismunandi lítum, áhöld og efni til að full klára eitt armband með segul lás. Hægt er að kaupa hrosshár til að vinna með áfram.

Hvað þurfa nemendur að hafa með sér: Ekkert nema þolinmæði og bjartsyni.

UPPSELT!

Við áskiljum okkur rétt til þess að hætta við námskeið ef þáttakendur eru ekki nógu margir eða af öðrum ófyrirsjáanlegum ástæðum og námskeiði verður þá endurgreitt að fullu.

Jurtalitun – Indígó, töfrar bláa litarins

Guðrún Bjarnadóttir kennir námskeiðið á íslensku.

kl.16:00-19:00

Hespuhúsið

12 nemendur

 Nemendur fá kennslubók með sýnishornum, kaffi og veitingar og velja sér eina hespu sem lituð er á námskeiðinu til að taka með heim. 

Hvað þurfa nemendur að hafa með sér: Þægilega skó og vinnuföt.  Svuntur og hanskar eru á staðnum.

Blátt er erfiður litur að ná úr náttúrunni, litur kóngafólksins og víkinganna. Enginn blár litur fæst úr íslenskri náttúru svo vitað sé. Við höfum í árhundruði stuðst við indígójurtina sem er frá Indlandi. Á námskeiðinu læra nemendur grunnatriði inndigólitunar. Farið verður yfir ferlið frá upphafi til enda og nemendur vinna 2 og 2 saman og lita blátt og æfa sig í yfirlitun til að töfra fram ýmis litbrigði. Námskeiðið er verklegt og við vinnum saman allan tímann að litun, spjöllum og skemmtum okkur.

Innifalið staðfestingargjald og efnisgjald í verði.

8.000kr

Við áskiljum okkur rétt til þess að hætta við námskeið ef þáttakendur eru ekki nógu margir eða af öðrum ófyrirsjáanlegum ástæðum og námskeiði verður þá endurgreitt að fullu.

Uppbygging lopapeysu – lopaprjón og hönnun hópur eitt

Margrét og Anna Dóra Jónsdætur kenna námskeiðið á íslensku og ensku.

kl.16:00-19:00

Nýja Þingborg

 
Lærðu uppbyggingu lopapeysunnar, lopa prjón og prjónuð verður húfa úr lopa og kennt verður grunnur að því að hanna sitt eigið mynstur.

Nemendur þurfa að koma með 40cm langa hringprjóna 4mm og 5mm, sokkaprjónar nr 5 og gott að hafa með sér skriffæri.

15 nemendur

Innifalið efni í eina húfu og mynsturblað.

Innifalið staðfestingargjald og efnisgjald í verði.

6.000kr

Við áskiljum okkur rétt til þess að hætta við námskeið ef þáttakendur eru ekki nógu margir eða af öðrum ófyrirsjáanlegum ástæðum og námskeiði verður þá endurgreitt að fullu.

Sápugerð

Fanndís Huld Valdimarsdóttir kennir þetta námskeið.

kl.17:00-20:00

Gamla Þingborg

Kennt verður að búa til sápu frá grunni. Kennsla fer fram í þvottahúsinu í Gömlu Þingborg þar sem allt er til alls fyrir sápugerðina. Nemendur læra grunninn að sápugerð, val hráefna, ólík efni sem hægt er að nota og búa til sápu.

7 nemendur

Innifalið er efni í sápu, box, hlífðarbúnaður og pappírsgögn um sápugerð.

UPPSELT!

Við áskiljum okkur rétt til þess að hætta við námskeið ef þáttakendur eru ekki nógu margir eða af öðrum ófyrirsjáanlegum ástæðum og námskeiði verður þá endurgreitt að fullu.


Lestu meira um kennarana hér


Smelltu hér til að sjá staðsetningu á námskeiðunum


Smelltu hér til að sjá fimmtudags dagskrána