Kennarar á Ullarviku

Deborah Grey byrjaði að prjóna á áttunda áratugnum og lærði að spinna árið 1978.
,,Ég vildi bæta við færni mína við að hanna og framleiða ullina sem ég myndi nota í verkefnin mín.“

,,Ég var líka heilluð af öllu ferlinu sem fer í að breyta hrárri ull af kind yfir í fallegt og nytsamlegt efni. Áður en langt um leið vildi ég deila ástríðu og hæfileikum með öðrum og byrjaði að kenna spuna árið 1981.“

,,Ég hef kennt um allt Skotland, Ullarviku á Hjaltlandseyjum, Ullarhátíð Edinborgar, Loch Ness prjónahátíð, Prjónagleði og á Ítalíu.“

Anna Dóra Jónsdóttir fædd 1962, uppalin á Syðra-Velli í Gaulverjabæjarhrepp, nú Flóahrepp, lærði töluvert í handavinnu í uppvextinum undir handleiðslu móður sinnar, fór í Húsmæðraskólann á Laugarvatni, er menntuð sem skrifstofutæknir. Hefur einbeitt sér að prjónaskap undanfarin ár og þá sérstaklega að prjóna úr lopa, gaf út prjónabókina Lopalist með Margréti Jónsdóttur systur sinni árið 2015. Starfar nú í Ullarversluninni Þingborg.


Halldóra vill helst kallar sig handverkskonu í dag sem setti þó ekki samhengi milli rollu út í haga og lopapeysu, enda uppalin í Reykjavík, þegar hún hóf nám í “Ullariðn” í Þingborg árið 1993 og kolféll fyrir ull. Þæfing var aðalviðfangsefni fyrstu árin eftir námið en síðan hófst jurtalituninn, sem numin hafði verið 1983 hjá Heimilisiðnaðarfélagi Íslands, og er í dag aðalviðfangsefnið ásamt sýrulitun. Árið 2019 sagði Halldóra upp vinnu sinni hjá Sýslumanninum á Suðurlandi til að geta sint litun á bandi og öðru handverki alfarið.

Guðrún Bjarnadóttir er náttúrufræðingur að mennt. Hún jurtalitar band samkvæmt gömlum hefðum en notar til þess nútímatækni td. rafmagn þó aðferðirnar séu þær sömu í grunninn og áður fyrr. Guðrún byrjaði að lita þegar hún skrifaði MS ritgerðina sína um grasnytar á Íslandi en jurtalitun er eitt form af grasnytjum en þá fann hún gamlar heimildir um litun sem vöktu áhuga hennar. Guðrun er alin upp í mikilli handverkshefð en mamma hennar var handavinnukennari og amma hennar kenndi henni að þekkja jurtirnar og nýta þær. Guðrún Rekur jurtalitunarvinnustofuna Hespuhúsið við Selfoss þar sem gestum gefst kostur á að kíkja í litunarpottana og fræðast um gömlu litunarhefðina.


Guðrún Hildur Rosenkjær
Klæðskera- og kjólameistari og sagnfræðingur. Hefur kennt þjóðbúningasaum frá 1997 og kennt sérhæfð námskeið í gerð fald- skautbúninga frá 2001. Stundað rannsóknir á íslenskum búningum og þróun þeirra og saumað fjölda búninga. Stofnaði Annríki – Þjóðbúningar og skart 2011 og rekur það ásamt eiginmanni sínum Ásmundi Kristjánssyni velvirkja og gullsmið.

Ég heiti Helga Thoroddsen og er ástríðumanneskja um prjón og prjónhönnun auk þess að hafa brennandi áhuga á öllu sem viðkemur fallegum textíl og textílhönnun. Ég er með Meistaragráðu í vefjaefnafræði frá Colorado State University (1989) og lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands árið 1985 með áherslu á handmennt. Peysuhönnun er mér sérstaklega hugleikin og glíman við flókin og óvenjuleg prjónamunstur getur tekið hug minn allan tímunum saman. Ég sé prjón sem kraftaverk til að róa hugann, gleyma stað og stund, skapa flæði, skora heilann á hólm og síðast en ekki síst til þess að búa til einstakar flíkur sem veita stolt og gleði. Önnur áhugamál mín fyrir utan prjónið eru hestarnir mínir, fjölskyldan, vinir, matseld og ræktun matvæla í litla garðinum mínum og gróðurhúsinu á Straumum í Ölfusi.


Laura Senator, einnig þekkt sem Laura Spinner, er barnalæknir og þráð listakona frá Rainbow Twist Shop (sem er á Etsy). Hún býr í New Jersey í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Hún er þekkt fyrir skapandi spuna og litríkt handlitað band og hefur kennt á námskeiðum og smiðjum í bæði bandaríkjunum og á íslandi. Hún er heiðurs Spunasystir.

Ég heiti Lene Zachariassen

Ég vinn mest með dýra hár og sútar skinn. Notast við gamla aðferðir og líka nýja lausnir i mína sköpun. Umbreyting er hlut af ferðalaginu og tímin sem ég upplifir á meðan töfrar eru að gerast.


Ég heiti Elísabet Jóhannsdóttir og kenni þæfingu á ullarvikunni

Ég er textílkennari frá HÍ og hef kennt bæði í skólum og á námskeiðum ýmislegt tengt ullinni okkar.  Ég er meðlimur í Spunasystrum og í gegnum þann félagsskap hef ég unnið nær eingöngu með ull af mínu eigin fé.  Feldfé hefur verið ræktað í Skaftafellssýslu og hef ég verið eigandi feldfjár nú í nokkur ár.

Liz er blómaskreytir að mennt sem hefur gefið henni góða kunnáttu í grasafræði og 6 ár í að læra nýja tækni. Hún þæfir, ræktar hennar eigin plöntur til að lita með og er með skoskar kindur á Dalmally lestarstöðinni í skotlandi. 

Hún kennir námskeið og hlakkar til að deila áhuga sínum á áprentun.


Lorýa Björk er frá Sviss en hefur búið mest af lífi sínu á Suðurlandi. Sem garðyrkjumaður finnst henni gaman að prófa allskonar plöntuefni til að lita ull með. Mestan hluta dagsins eyðir hún í handverki eins og prjóni, spuna og vefnaði.

Maja er listakona, arkitekt og ferðaþjónustubóndi sem býr í sveit á suðurlandi. Hún hefur spunnið og prjónað frá því í æsku og hefur yndi af alls kyns handverki.

Undanfarin ár hefur íslenska sauðkindin átt hug hennar allan, og úr afurðum kindarinnar hefur Maja unnið margvísleg verk.

Maja hefur kennt spuna á íslandi,  PLYaway í Bandaríkjunum og á Shetland Wool Week.


Áhugasvið mitt eru víkinga og miðalda textílaðferðir eins og landnámsspuni, halasnælduspuni, vattarsaumur og kríl ásamt tilheyrandi áhöldum sem mörgum eru ókunn í dag. 

Með því að sameina vísindalegar og sögulegar heimildir með praktíska vinnu gefst glögga mynd af hreint ótrúlegu vinnuframlagi kvenna fyrr á öldum.

Ég hef haldið námskeið í ofangreindum aðferðum í Heimilisiðnaðaskólanum sem og öðrum stofnum bæði hérlendis og erlendis og unnið að endurgerð ýmissa forna textíla, m.a. klæðnaði frá Ketilsstöðum og Herjólfsnesi ásamt fylgihlutum.
Á facebook geng ég undir nafninu Marianne tóvinnukona, þar er hægt að finna myndir af því sem ég geri.
Á academia.edu Marianne Guckelsberger er hægt að nálgast nokkrar greinar efir mig.

Ég heiti Tove Skoleg. Ég er norsk textíl listakona. Ég ólst upp á bóndabæ nálægt norsku höfuðborginni Oslo, ég byrjaði að spinna árið 1964 og byrjaði svo að vefa nokkrum árum seinna og ég er enn að í dag. Ég rek spuna og vefunar verslunina Spinnvilt ásamt eiginmanni mínum og dóttur. Ég hef haldið nokkur spuna námskeið seinustu 40 ár í noregi.


Ég heiti Margrét Jónsdóttir, ég er kúa og sauðfjárbóndi. Ég hef verið umkringd handavinnu frá því ég man eftir mér. Móðir mín er mikil handavinnumanneskja og hún bæði prjónaði mikið og saumaði og gerði einnig ýmsa aðra handavinnu, ég lærði góð og vönduð vinnubrögð frá henni. Ég lærði handavinnu í grunnskóla undir handleiðslu frábærra kennara og hef einnig lært mikið í Þingborgarhópnum. Ég hef verið hluti af Þingborgarhópnum frá stofnun hans og hef fengist töluvert við það að hanna peysur og ég gaf út bókina Lopalist árið 2015 ásamt systur minni Önnu Dóru Jónsdóttur. Ég hélt námskeið á Shetland Wool week árið 2017 í lopaprjóni og kenndi uppbyggingu lopapeysunnar, ég rek einnig Ullarverslunina í Þingborg.

Þórey er fædd 1949 austur í Fljótsdal og var þar til tvítugs,flutti þá til Reykjavíkur. Hún er sjúkraliði og hefur unnið lengstum við það. Þórey hefur haft áhuga á hvers kyns handverki frá unga aldri. Þórey hefur sótt menntun m.a. í Húsmæðraskólanum á Hallormsstað, í Ullarskóla Íslands og ýmis námskeið í Þingborg sem og af öðru samferðafólki.


Marled Mader er fyrrum kennari og hefur ástríðu fyrir að vefa og kenndi sjálfri sér að vefa. Hún einbeitir sér mest að sögulegum og vefnaði sem kemur úr fornleifum og hefur víða kunnáttu um fornaldar handverk eins og litun með plöntum, spjaldvefnað, sprang vefnað, vattarsaum og fleira. Hún elskar að vinna með náttúrulegum efnum eins og ull og silki og sérstaklega með íslenskum reyfum.

Hún hefur kennt námskeið í að lita með plöntum, vefnaði í vefstað, vattarsaumi og fleira í Þýskalandi, Frakklandi, Sviss og Íslandi.