Námskeið 2021

Grasa áprentun

Liz Gaffney Whaite kennir þetta námskeið á ensku.

Innifalið er efni (ull/silki og bómull/hör) og pappír til að prenta og lítið efnismagn  til að taka með heim og halda áfram heima.

Nemendur þurfa að taka með: Svuntu, hanska og góða skapið. Námskeiðið er fyrir alla og byrjendur.

Heimavinna fyrir nemendur?: 
Gáðu hvaða plöntur vaxa í kringum þig

Áprentun laufa og blóma á efni og pappír. Grasa áprentun er stundum kölluð vistvæn prentun. Það byggist á efnafræði á frumustigi með því að nota blöndu af náttúrulegum steinefnum og plöntum.
Lærðu að prenta mynstur af plöntum á pappír eða efni. Plöntur í Skotlandi eru mjög líkar þeim sem finnast á Íslandi.

Örbylgju- og potta litun

Kennarar eru Laura Senator aka Laura Spinner og Katrín Andrésdóttir (Slettuskjótt)

Duftlitun: litaduft, sýra(edik), vatn og hiti. Lærðu að lita alls konar trefjar úr dýraríkinu, s.s. ullarlagða, band, ofið, prjónles – jafnvel heila peysu, í potti eða örbylgjuofninum þínum! Nemendur munu læra mismunandi tækni, heillitun, regnbogalitun og litblöndun.

Fótavefnaður – búum til litla borða

Marled Mader kennir námskeiðið, bæði á íslensku og ensku. Halldóra Óskarsdóttir er aðstoðakennari.

Nemendur læra að búa til litla borða á hefðbundinn hátt með mjög einföldum tækjum. Borðarnir voru notaðir sem belti, sokkabönd og fleira.

Þessi tækni var almennt notuð á íslandi þar til á 20. öldinni.

Sólarlitun í krukku

Lorya Björk Jónsson kennir námskeiðið á bæði íslensku og ensku.

Innifalið ein hespa tilbúin til litunar

Fyrir byrjendur

Nemendur þurfa að koma með sultukrukku

Kynning á sólar litun í krukku. Einföld leið til að plöntulita ull á gluggasillu. Hver þátttakandi fær hespu af íslenskri ull sem er tilbúið til litunar og plöntur til litunar.

Uppbygging lopapeysu – lopaprjón og hönnun hópur tvö

Margrét og Anna Dóra Jónsdætur kenna námskeiðið á íslensku og ensku.

Innifalið efni í eina húfu og mynsturblað.

Nemendur þurfa að koma með 40cm langa hringprjóna 4mm og 5mm, sokkaprjónar nr 5 og gott að hafa með sér skriffæri.

Lærðu uppbyggingu lopapeysunnar, lopa prjón og prjónuð verður húfa úr lopa og kennt verður grunnur að því að hanna sitt eigið mynstur.

Kynning á töfralykkju

Deborah Grey kennir þetta námskeið á ensku.

Nauðsynlegt að kunna að fitja upp, auka út og fella af.

Einn 3mm 100cm langa hring prjóna sem eru með mjög sveigjanlegan streng á milli.  Tvo 3mm sokkaprjóna (val).

Smá fingering weight (u.þ.b. 20gr) garn eða sokkaband.

Lærðu aðferðina við töfralykkjuna til að prjóna í hring t.d. tvo sokka eða tvær ermar á löngum hringprjón. Frábært fyrir sokka, húfur, vettlinga eða ermar.

Mælt með sem undirbúningur fyrir “Tveir sokkar á sama tíma“ námskeiðið.

Þæfing

Elísabet Jóhannsdóttir kennir þetta námskeið.

Byrjendanámskeið

Hvað þurfa nemendur að hafa með sér: Gott að hafa með sér plast svuntu og góða skó

Nemendur læra grunnaðferð við að þæfa úr ull.  Kennt verður að þæfa bolta og epli auk einfaldra nytjahluta s.s. töskur eða mottur.

Ein íslensk kind 1 – tvær tegundir af ull – þrjár ólíkar gerðir af garni fyrir sokka

Tove Skolseg kennir þetta námskeið á ensku.

Nauðsynlegt að kunna grunnaðferðir við spuna

Hvað þurfa nemendur að hafa með sér?:

Góðan rokk til spuna , four bobbins, lazy kate og niddy noddy handcarders

A  flicker/ flick carder if you have! Some flickers will be for sale at reasonable price.

Við notum tog og þel á mismunandi hátt til að spinna þrjá mismunandi grófleika fyrir sokka.

Við munum búa til prufur af garni fyrir mjúka og hlýja sokka, létta og mjúka sokka fyrir köld kvöld og sterka sokka fyrir hversdagsnotkun.

Lærðu að spinna fullkomið garn fyrir ýmsa notkun! Tove kennir tvö námskeið sama daginn. Hún hefur áratuga reynslu í spuna og vefnaði.

Ein íslensk kind 2 – tog og þel getur verið nýtt í mismunandi garn

Tove Skolseg kennir þetta námskeið á ensku.

Nauðsynlegt að kunna grunnaðferðir við spuna

Hvað þurfa nemendur að hafa með sér?:

Góðan rokk til spuna , four bobbins, lazy kate og niddy noddy handcarders

A  flicker/ flick carder if you have! Some flickers will be for sale at reasonable price.

Við munum spinna prufur af garni sem er hentugt til að prjóna hversdagspeysur eða uppistöðu garn fyrir ofið jakkaefni.
Við munum taka burt hluta af toginu til að spinna mýkra garn úr þeli sem hentar fyrir fínni peysur eða mjúkt ívafið garn fyrir vefnað.
Við bætum við meira af togi til að spinna prufur fyrir utanyfir flíkur eða þykkara garn í vefnað.
Hannaðu garn fyrir þá notkun sem þú vilt lærðu tækni til að verða betri og fjölhæfari í spuna!
Námskeiðin hennar Tove virka eins og eins dags námskeið!

Ullarútsaumur

Guðrún Hildur Rosenkjær kennir þetta námskeið á íslensku.

Byrjendanámskeið

Hvað þurfa nemendur að hafa með sér?: Útsaumsskæri og fingurbjörg.

Blómstursaumur og skattering, saumað í ullarefni með ullargarni, jurtalitað í Annríki. Aðferðir sem eiga sér langa hefð sem skreytiaðferð á íslenskum búningum.

Tveir sokkar á sama tíma

Deborah Grey kennir námskeiðið á ensku.

Nauðsynlegt að kunna að fitja upp, fella af, prjóna slétt og brugðið, prjóna í hring.

Hvað þurfa nemendur að hafa með sér?: 100g af sokkabandi í tveimur jafnstórum hespum. Einn 100cm langan hringprjón með mjög  sveigjanlegum streng á milli í viðeigandi stærð fyrir garnið. (2.5-3mm). Tvo sokkaprjóna í sömu stærð og hringprjónninn.

Aldrei aftur vesen með seinni sokkinn! Prjónaðu báða sokkana á sama tíma á löngum hringprjón. Prjónaðu þá frá tánni og upp.

Mælt með að fara á námskeiðið ,,Kynning á töfralykkju“ hjá Deobrah Grey sem undirbúning fyrir þetta námskeið ef þú kannt ekki að nota töfralykkju aðferðina.

Jurtalitun grunnnámskeið

Guðrún Bjarnadóttir kennir námskeiðið.

Nemendur fá kennslubók með sýnishornum, kaffi og veitingar og velja sér eina hespu sem lituð er á námskeiðinu til að taka með heim.

Hvað þurfa nemendur að hafa með sér: Þægilega skó og vinnuföt.  Svuntur og hanskar eru á staðnum.

Á námskeiðinu læra nemendur grunnatriði jurtalitunar. Farið verður yfir ferlið frá upphafi til enda, litfesting, suða jurta, litun, litbreyting, þurrkun og frágangur. Einnig verður fjallað um þær jurtir sem notaðar hafa verið við litun á Íslandi. Námskeiðið er verklegt og við vinnum saman allan tímann að litun, spjöllum og skemmtum okkur.

Prjónaðar blekkingar og dulrituð skilaboð

Deborah Grey kennir þetta námskeið á ensku.

Nauðsynlegt er að kunna grunnaðferðir (fitja upp, slétt og brugðið, fella af), litprjón (valkvætt) og að prjóna í hring (valkvætt)

2.5-2.75mm prjóna fyrir þá aðferð sem þér þykir þægilegust til að prjóna í hringi, s.s. annaðhvort sokkaprjóna eða hringprjón.

Nemendur þurfa að hafa 2 hnykla af Ístex einbandi eða öðru einbandi/sokkabandi, 1 hvítan hnykil og 1 hnykil í sterkum áberandi lit.


Lærðu tvær nýjar aðferðir til að koma dulúð og leyndardómum í verkin þín með földum skilaboðum.

Jurtalitun – Indígó, töfrar bláa litsins

Guðrún Bjarnadóttir kennir námskeiðið.

Nemendur fá kennslubók með sýnishornum, kaffi og veitingar og velja sér eina hespu sem lituð er á námskeiðinu til að taka með heim.

Hvað þurfa nemendur að hafa með sér: Þægilega skó og vinnuföt.  Svuntur og hanskar eru á staðnum.

Blátt er erfiður litur að ná úr náttúrunni, litur kóngafólksins og víkinganna. Enginn blár litur fæst úr íslenskri náttúru svo vitað sé. Við höfum í árhundruði stuðst við indígójurtina sem er frá Indlandi. Á námskeiðinu læra nemendur grunnatriði inndigólitunar. Farið verður yfir ferlið frá upphafi til enda og nemendur vinna 2 og 2 saman og lita blátt og æfa sig í yfirlitun til að töfra fram ýmis litbrigði. Námskeiðið er verklegt og við vinnum saman allan tímann að litun, spjöllum og skemmtum okkur.

Prjónaðar blekkingar og dulrituð skilaboð

Deborah Grey kennir þetta námskeið á ensku.

Nauðsynlegt er að kunna grunnaðferðir (fitja upp, slétt og brugðið, fella af), litprjón (valkvætt) og að prjóna í hring (valkvætt)

2.5-2.75mm prjóna fyrir þá aðferð sem þér þykir þægilegust til að prjóna í hringi, s.s. annaðhvort sokkaprjóna eða hringprjón.

Nemendur þurfa að hafa 2 hnykla af Ístex einbandi eða öðru einbandi/sokkabandi, 1 hvítan hnykil og 1 hnykil í sterkum áberandi lit.


Lærðu tvær nýjar aðferðir til að koma dulúð og leyndardómum í verkin þín með földum skilaboðum.

Vattarsaumur

Marianne Guckelsberger kennir þetta námskeið bæði á íslensku og ensku.

Byrjendanámskeið

Nemendur þurfa ekkert að hafa með sér nema þá ullarband ef fólk vill nota eigið.

Vattarsaumur er ein elsta aðferð í textílgerð. Þar sem vattarsaumur er tímafrekara en t.d. prjónn (en endingarbetri því ekkert getur raknað upp) hentar hann í smærri stykki eins og t.d. húfur, handstúkur, sokka og vettlinga. Til eru mörg spor allt frá mjög einföldum til flókinna. Kennt verða 2 til 3 spor og leiðbeint hvernig á að sauma húfu, vettlinga eða handstúkur. 

Byrjendanámskeið: Spuni á rokk

Þórey Axelsdóttir og Margrét Jónsdóttir kenna námskeiðið.

Lærðu grunnin í að læra að spinna á rokk. Farið verður yfir öll grunnatriði í spuna, stíga rokk og spinna band úr lyppum.

Innifalið efni í spuna.

Byrjendanámskeið

Nemendur þurfa að taka með sér:

Ef nemandi hefur aðgang að rokki er mælt með að taka með sér.

Ef þú hefur ekki aðgang að rokk sendu þá tölvupóst á ullarvikan@gmail.com.

Lokkaspuni beint úr reifi

Maja Siska kennir námskeiðið

Starting with extreme tail spinning we explore different types of spinning directly from the Icelandic fleece

Innifalið þvegin ull og lokkar í spuna

Námskeið er ekki fyrir byrjendur. 

Hvað þurfa nemendur að hafa með sér:
Well working wheel with art yarn set up (large orifice) – if you need to borrow a wheel pls contact Maja directly BEFORE registering: majasiska@gmail.com

Halasnælduspuni

Marianne Guckelsberger kennir námskeiðið

Kennt verður spuni á halasnældu, útskýrt gömul heiti og orðatiltæki um áhöld, ull og spuna. Námskeið hentar bæði byrjendum og þeim sem áður hafa kynnst tóvinnu.

Innifalin er afnot af ullarkömbum og halasnældu. Nemendur fá ull til að kemba.

Hvað þurfa nemendur að hafa með sér:
Þau sem eiga kamba eða snældur mega gjarnan koma með það, svuntu, pappírspoka eða annað ílát til að taka afraksturinn með heim. Blað og blýant ef fólk vill punkta eitthvað hjá sér.

Litaleikur með jurtalitað Dóruband

Helga Thoroddsen kennir þetta námskeið.

Á námskeiðinu verður prjónuð litrík húfa úr jurtalituðu Þingborgareinbandi. Grunnhúfuuppskrift verður lögð til grundvallar en þátttakendur fá tækifæri til að setja sinn svip á húfuna með með persónulegu litavali og uppröðun munstra. 

 

Efniviður – Jurtalitað Þingborgareinband, Dóruband.

Grófleiki á bandi – Fínband/einband (fingering)

Prjónastærðir – frá 2,5 – 3,5 mm, 40 cm hringprjónar og bandprjónar.

Prjóntækni – Stroffprjón, tvíbandaprjón, útaukningar og úrtökur.

 

Innifalið á námskeiðinu er uppskrift og band í eina húfu.

Tröllaprjón – púði

Hulda Brynjólfsdóttir kennir námskeiðið

Kennd aðferð við að prjóna tröllaband með tröllaprjónum (stærð 20mm). Prjónaður verður púði sem nemandi tekur með sér heim að loknu námskeiði.  

Hvað þurfa nemendur að hafa með sér: Ekkert nema góða skapið og kannski eina skemmtisögu.

Undirbúningur/heimavinna nemenda fyrir tíma: Enginn

Innifalið er garn í púðiann og tróð til að fylla í hann að lokum.